Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru nú á sinni árlegu hringferð um landið og komu við á Höfn þriðjudaginn 3. maí.
Tóku frambjóðendur í Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningunum á móti þeim og fóru með þá í heimsóknir í fyrirtæki og einnig var hjúkrunarheimilið okkar heimsótt. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti sér aðstöðuna þar. Í framhaldinu fór hann yfir stöðuna um framkvæmd nýs hjúkrunarheimilis. Hann færði okkur þær fréttir að fjármagn er til. Hann hafði strax samband við heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson og upplýsti hann um stöðu mála, en ljóst var að honum hafði ekki verið kynnt málið. Í framhaldi af samtali þeirra ætlaði Willum að setja sig inní málið og afgreiða það frá heilbrigðisráðuneytinu til fjármálaráðuneytis. Vonandi tekst að ljúka þeirri vinnu á næstu dögum er málið nú komið á skrið og hafist verður handa á allra næstu dögum við að ljúka þeirri vinnu sem þarf áður en að fyrsta skóflustungan verður. Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur Austur-Skaftfellinga.
Í hádeginu var svo opinn súpufundur með þingmönnum og sátu þar þingmenn fyrir svörum. Málefni svæðisins voru rædd og góðar umræður sköpuðust.
Við þökkum þingflokknum kærlega fyrir komuna og vonum að farið verður í þær aðgerðir sem ræddar voru á fundinum.
Hér er hægt að sjá nokkrar myndir frá deginum.