Frambjóðendur

Gauti Árnason

Ég er fæddur og uppalin á Höfn og hef búið hér fyrir utan nokkur ár í höfuðborginni

Ég er menntaður matreiðslumaður og hef unnið sem slíkur og komið víða við, bæði í ferðaþjónustunni sem og að reka mötuneyti og stóreldhús, sem og verslunarstörf.

Við Ragnheiður mín eigum 4 börn, barnabarn og tengdabörn og eru það bestu stundir mínar þegar allir eru heima í Bjarmalandi eða uppi í Lóni ásamt hundum við leik og störf.

Ég hef alla tíð haft mikla trú á okkar góða samfélagi í sveitarfélaginu öllu og hef metnað í að vinna fyrir okkur öll, svo stórfjölskyldan sem og fyrirtæki geti lifað og dafnað í sátt við umhverfið.

Atvinnu-, skóla,- og menningarmál eru mér hugleikin ásamt samgöngu og skipulagsmálum í sveitarfélaginu.

Höldum áfram uppbyggingu á réttlátu samfélagi þar sem fjölbreytileiki fær að dafna

 

Hjördís Edda Olgeirsdóttir

Hjördís heiti ég og skipa 2. sæti lista Sjálfstæðisflokksins. Er Hornfirðingur í húð og hár og hef verið hér alla tíð ef frá eru talin 6 ár þar sem ég bjó á Akranesi.
Ég er alin upp í Hafnarnesi þar sem ég fékk sterkann grunn fyrir framtíðina.
Ég á 3 börn, Patrek Mána 20 ára, Malen Sif 6 ára og Olgeir Darra 3 ára svo eigum við hvolpinn Stellu.

Ég er stúdent frá FAS og hef mjög fjölbreytta reynslu sem hefur nýst mér vel. Mín helstu áhugamál eru samvera með fjölskyldu og vinum, hönnun og kajak siglingar á fallegum degi.
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á pólitík en býð mig fram í fyrsta sinn nú. Við höfum ótrúlega mörg tækifæri hér en ég vil sjá meiri kraft í uppbyggingu sveitarfélagsins. Stóraukið lóðaframboð, íþróttamannvirki við hæfi nútímans, aukinn stuðning við barnafjölskyldur, betra aðgengi fyrir fatlaða ásamt fleiru.

Ég tel mig eiga fullt erindi á þessum vettvangi og mun leggja mig alla fram til að ná árangri

Skúli Ingólfsson

Fæddur og uppalinn í Grænahrauni í Nesjum og er yngstur 7 systkina. Ég er giftur Guðbjörgu Ómarsdóttur og við eigum saman tvö börn og tvö barnabörn. Gæðastundum mínum vill ég helst eyða með þeim.

Ég er virkur félagi í Lionsklúbbi Hornafjarðar, áhugamál mín eru útivist og ferðalög.

Ég er menntaður fisktæknir og gæðastjóri og hef viðtæka reynslu úr atvinnulífinu til sjávar og sveita. Ég er bæjarverkstjóri og vil veita öllum íbúum sveitarfélagsins góða og skilvirka þjónustu. Sveitarfélagið Hornafjörður hefur ótal möguleika til vera sveitarfélag tækifæra og nýsköpunnar.

Ábyrgur rekstur er forsenda þess að unnt sé að veita lipra, sveigjanlega og góða þjónustu en um leið verðum við að leita allra leiða til að stilla gjöldum og álögum á fólk og fyrirtæki í hóf.

Framboð byggingalóða er grunn forsenda þess að íbúum fjölgi og þjónusta við íbúa verði fjölbreyttari og betri.

Góðar samgöngur skipta okkur öllu máli. Skólar eiga að vera í fremstu röð. Þá er mikilvægt að í sveitarfélaginu sé blómlegt og kröftugt menningar-, íþrótta- og tómstundastarf fyrir unga sem aldna. Ég býð fram reynslu mína, þekkingu og styrkleika til þess að vinna fyrir sveitunga mína í Sveitarfélaginu Hornafirði.

Með ykkar stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn vil ég gera gott sveitarfélag en betra, X-D!

 

Björvin Erlendsson

Björgvin Erlendsson heiti ég og skipa 4. Sæti Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu Hornafirði.

Ég er í sambúð með Evu Rán Ragnarsdóttir kennara og saman eigum við tvö börn, Erlend og Sölku Mist.

Ég brenn fyrir málefnum barna almennt og þá kanski sérstaklega í gegnum íþróttir og aðrar tómstundir.

Skipulagsmál eru mér einnig mikið hjartans mál og hef ég setið í umhverfis og skipulagsnefnd fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins undanfarin ár.

Í komandi kosningum skora ég á Hornfirðinga að taka höndum saman með okkur sjálfstæðismönnum á vegferð okkar við að byggja upp jákvætt og öflugt samfélag byggt á þeim frábæra mannauð sem svo sannarlega er til staðar í sveitarfélaginu öllu.

 

Tinna Rut Sigurðardóttir

Tinna Rut skipar 5. sæti lista Sjálfstæðisflokksins. Ég flutti til Hornafjarðar þegar ég var 4 ára og ætla mér ekkert að flytja þaðan aftur. Ég er þrítug sveitastelpa í húð og hár og kann hvergi betur við mig en í sveitinni. Ég er gift Árna Má og saman eigum við hann Hreiðar Loga.

Ég hef unnið við Heimaþjónustudeild Hornafjarðar í rúm 9 ár. Ég dreif mig í nám og útskrifaðist sem Félagsliði 2018. Mínar áherslur eru velferðar-, umhverfis- og skipulagsmál og samgöngur. Ég hef gríðarlegan áhuga á málefnum fatlaðs fólks. Ég vil leggja mitt að mörkum til að efla þeirra þátttöku í samfélaginu og sníða samfélagið betur að þeim. Samfélag fyrir alla, ekki bara suma.

Þröstur Jóhannsson

Þröstur Jóhannsson heiti ég og skipa 6.sæti á lista Sjálfstæðisfélags A- Skaft.

Ég er 52 ára Vopnfirðingur fluttist til Hafnar 17 ára gamall og hef verið hér lengst af síðan. Ég er giftur Stefaníu Önnu Sigurjónsdóttur, þroskaþjálfa. Til samans eigum við Stefanía þrjú börn þau Jóhönnu Ósk, Sigurstein Má og Laufey Ósk. Einnig eigum við fjóra yndislega afa og ömmu stráka á aldrinum 0-6 ára sem mikið fjör er í kringum.

Undanfarin ár hef ég verði að bæta við mig menntun í fjarnámi bæði í tækniskólanum og einnig hér í FAS. Ég er með skipsstjórnarréttindi á öll fiskiskip og vélstjórnarréttindi að 750k.

Ég byrjaði ungur á sjó og hef verið sjómaður nær allt mitt líf, Ég hef ýmist verið á sjó eða unnið störf tengdum sjávarútvegi.
Í dag starfa ég á Höfninni sem hanfnsögumaður.

Áhugamál mín eru fjölskyldan og ferðalög bæði innanlands sem utan, en við hjónin ferðumst töluvert.

Ég varð nýlega varamaður í umhverfis- og skipulagsnefnd og eru það málefni sem ég hef mikinn áhuga á, ég vil að Sveitafélagið Hornafjörður sé staður sem fólk vill búa á en til þess að sveitarfélagið okkar geti vaxið og dafnað þá þurfum við að horfa á skipulagsmál til framtíðar.

Ég vil leggja mitt af mörkum til þess að Sveitarfélagið Hornafjörður sé eftirsóknarverður staður að búa á.