Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru nú á sinni árlegu hringferð um landið og komu við á Höfn þriðjudaginn 3. maí.
Tóku frambjóðendur í Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningunum á móti þeim og fóru með þá í heimsóknir í fyrirtæki og einnig var hjúkrunarheimilið okkar heimsótt. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti sér aðstöðuna þar. Í framhaldinu fór hann yfir stöðuna um framkvæmd nýs hjúkrunarheimilis. Hann færði okkur þær fréttir að fjármagn er til. Hann hafði strax samband við heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson og upplýsti hann um stöðu mála, en ljóst var að honum hafði ekki verið kynnt málið. Í framhaldi af samtali þeirra ætlaði Willum að setja sig inní málið og afgreiða það frá heilbrigðisráðuneytinu til fjármálaráðuneytis. Vonandi tekst að ljúka þeirri vinnu á næstu dögum er málið nú komið á skrið og hafist verður handa á allra næstu dögum við að ljúka þeirri vinnu sem þarf áður en að fyrsta skóflustungan verður. Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur Austur-Skaftfellinga.
Í hádeginu var svo opinn súpufundur með þingmönnum og sátu þar þingmenn fyrir svörum. Málefni svæðisins voru rædd og góðar umræður sköpuðust.
Við þökkum þingflokknum kærlega fyrir komuna og vonum að farið verður í þær aðgerðir sem ræddar voru á fundinum.
Níels Brimar Jónsson heiti ég og skipa 13. sæti Sjálfstæðisflokksins á Hornafirði.
Ég er þrítugur, mentaður málarameistari og vinn hjá Málningarþjónustu Horna með föður mínum og fleiri höfðingjum.
Èg er í sambúð með Þóru Birnu Jónsdóttir og eigum við 3 börn saman, Emilíu Þöll 5 ára, Reynar Þór 3 ára og Fanndísi Marý 1 árs.
Út frà því má kannski áætla að ég hef mikinn áhuga á því að móta sveitafélagið okkar á þann hátt að börnin okkar, sem eru jú framtíð sveitafélagsins, búi við sem bestar aðstæður í framtíðinni.
Umhverfis- og loftslagsmál:
Sveitafélagið Hornafjörður á að vera leiðandi í umhverfis- og loftslagsmálum.
Við sem sveitafélag og einstaklingar höfum alla burði til þess að huga betur að nærumhverfinu okkar, hvort sem það á sér stað í sorpmálum og endurvinnslu eða bara í almennri ákvörðunartöku í allri neyslu heimila.
Það að skilja eftir okkur samfélag fyrir næstu kynslóðir, sem bera virðingu fyrir umhverfinu, ætti að vera nægur hvati fyrir alla.
Opin svæði, leikvellir og uppgræðsla:
Ég hef mikinn áhuga á fallegu umhverfi, görðum og gróðri og tel ég foreldra mína hafa smitað mig af þeirri dellu enda mikið gróðuráhugafólk.
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að opnu svæðin okkar, leikvellir og fleiri staðir sem búa yfir miklum möguleikum séu ekki í nógu góðu standi, leiktæki oftar en ekki í niðurníðslu og almennt ekki hugsað vel um svæðin.
Ég vill sjá að sveitafélagið ráði skrúðgarðyrkjumeistara í fullt starf sem allra fyrst sem tæki þessi mál í sínar hendur, bætti almennt opnu svæðin okkar, mundi auka og bæta umtalsvert þá leikvelli sem hér eru í sveitafélaginu ásamt þvi að huga að stóraukningu í gróðursetningu trjáa og gróðurs með það að leiðarljósi að auka skjól og fegra sveitafélagið okkar.
Ég mundi einnig vilja sjá skrúðgarðinn sem Róbert hefur talað fyrir, á miðsvæðinu okkar við sundlaugina verða að veruleika.
Endurvekja gosbrunninn, gróðursetja fallegar plöntur og tré, uppfæra og auka leiktæki, og gera alvöru miðbæjarsvæði fyrir alla íbúa sveitafélagsins, þar sem gaman væri að setjast niður og leyfa börnunum að leika sér.
Svo er mikilvægt að sveitafélagið sýni fordæmi og hafi snyrtilegt og fallegt umhverfi í kringum byggingar sínar, því það smitar út frá sér.
Jafnvel væri gaman ef sveitafélagið hefði einhvern hvata fyrir einstaklinga til þess að hafa snyrtilegt í kringum eignir sínar.
Það væri t.d. hægt að gera meira úr viðurkenningu fyrir garð/lóð ársins.
Vera jafnvel með vegleg verðlaun sem stuðla enn frekar að áframhaldandi viðhaldi húsa og lóða í sveitafélaginu.
Þá væri einnig hægt að vera með dómnefnd í stað þess að þurfa að senda inn tilnefningar, eins og núverandi fyrirkomulag er, og jafnvel veita þau við hátíðlega athöfn á Humarhátíð.
Möguleikarnir eru óendanlegir, en saman stuðlum við að jákvæðu og fallegu sveitafélagi með góða umhverfisvitund, fyrir komandi kynslóðir.
11:00 – Súpufundur í Sjálfstæðishúsinu Létt spjall þar sem farið verður yfir stefnumál flokksins fyrir kosningarnar Allir velkomnir
20:00 – Opnun kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins. Frambjóðendur bjóða til opnunnar kosningaskrifstofu og verða léttar veitingar í boði. Allir velkomnir ——————————
Mánudagurinn 2. maí 2022 17:00-18:30 Sameiginlegur fundur alla framboða í Öræfum
20:00-21:30 Sameiginlegur fundur allra framboða í Suðursveit ————————————-
Þriðjudagurinn 3. maí 2022 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins verður á ferðinni. Nánar auglýst síðar.
20:00-22:00 Sameiginlegur fundur allra framboða í Nýheimum ——————————-
Kosningaskrifstofan okkar verður opin alla virka daga í maí frá kl 17:00-19:00 Allir velkomnir