Umhverfis- og skipulagsmál, Uncategorized

Samgöngur fyrir alla í Sveitarfélaginu Hornafirði

Ein af grunn forsendum þess að sveitarfélagið geti stækkað og dafnað eru öruggar og góðar samgöngur. Ný veglína í Öræfum kemur til með að taka af hættulegar einbreiðar brýr og óveðurskafla sem oft valda hættu. Ný veglína kemur til með að stytta þjóðveg 1 verulega. Ágangur sjávar við Jökulsárlón veldur mér áhyggjum. Þar hafa menn sofið á verðinum. Þar þarf að verja land og mannvirki gegn ágangi sjávar. Vegna ágangs sjávar og sandfoks sem veldur stór tjóni við Jökulsárlón hefur ítrekað komið til ótímabærrar lokunar á þjóðvegi 1. Nú þegar hefur þurft að flytja raflínur og þjóðveg 1 vegna landrofs. Þá þarf að komast á framkvæmdar áætlun ný tvíbreið brú yfir Kolgrímu. Ný veglína í Lóni þarf einnig að koma til framkvæmdar. Lónsheiðargöngum eigum við að taka fagnandi og styðja við bakið á þeirri framkvæmd. Núverandi þjóðvegur í þéttbýli liggur við grunnskólabyggingar og íþróttamannvirki. Þar fer um öll þungaumferð frá hafnarsvæði og iðnaðarsvæði sveitarfélagsins. Því þurfum við að ákveða hvar við viljum leggja Þjóðveginn í þéttbýli. Flugvöll sveitarfélagsins þurfum við að standa vörð um svo að hann verði ekki lagður af. Hann er okkar öryggistæki og samgöngutæki. Hafnarmannvirkjum sveitarfélagsins þarf að halda við og klára kanta og gera höfnina öruggari og fallegri ásýndar með grjóthleðslum , stálþilum o.fl. Innsiglingin þarf að vera fær sjófarendum öllum. Grynnslin þarf að dýpka og halda efni þar frá. Rannsaka þarf efnisburð svo hægt sé að bregðast við til framtíðar. 

Skipulagsvinna má ekki standa í vegi fyrir því að þetta allt sem hér er ofan talið komist til framkvæmda. 

Ég hlakka til að taka þátt í því að koma þessum verkefnum í framkvæmd með ykkar stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn á kjördag 14.maí 2022, X-D!

Skúli Ingólfsson, verkstjóri.

3.sæti Sjálfstæðisflokksins, Sveitarfélagið Hornafjörður fyrir alla.